Brostin undirstaða Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun