Brostin undirstaða Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar