Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun