Rekstur Hörpu batnar - stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun