Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun