Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun