Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:30 Harold Bornstein, fyrrverandi læknir Donald Trump. Vísir/Getty Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58