Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:30 Harold Bornstein, fyrrverandi læknir Donald Trump. Vísir/Getty Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58