Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 08:56 Félagsmenn í VR undirbúa hér 1. maí í gærdag og græja nokkur mótmælaspjöld. vísir/eyþór Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13 og svo lagt af stað í kröfugöngu klukkan 13:30 álieðist niður á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Ræðumenn þar verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar í Bæjarbíó klukkan 17 þar sem Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, flytur ávarp. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Bubbi Morthens og Ragnheiður Gröndal. Á Akranesi verður safnast saman við Kirkjubraut 40 klukkan 14 og farið í kröfugöngu. Að henni lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness þar sem formaðurinn, Vilhjálmur Birgisson, heldur ræðu. Kröfuganga verður frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði klukkan 14 og hátíðardagskrá verður að henni lokinni í Edinborgarhúsinu. Á Akureyri mun göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og leggur kröfugangan af stað klukkan 14. Hátíðardagskrá verður í Hofi. Í Reykjanesbæ hefst hátíðardagskrá í Stapa klukkan 14 og á Selfossi hefst kröfuganga klukkan 11 frá Austurvegi 56 að Hótel Selfossi þar sem verður skemmtun í tilefni dagsins. Hátíðardagskrá er í fleiri bæjarfélögum víða um land en allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Alþýðusambandsins, asi.is. Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13 og svo lagt af stað í kröfugöngu klukkan 13:30 álieðist niður á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Ræðumenn þar verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar í Bæjarbíó klukkan 17 þar sem Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, flytur ávarp. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Bubbi Morthens og Ragnheiður Gröndal. Á Akranesi verður safnast saman við Kirkjubraut 40 klukkan 14 og farið í kröfugöngu. Að henni lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness þar sem formaðurinn, Vilhjálmur Birgisson, heldur ræðu. Kröfuganga verður frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði klukkan 14 og hátíðardagskrá verður að henni lokinni í Edinborgarhúsinu. Á Akureyri mun göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og leggur kröfugangan af stað klukkan 14. Hátíðardagskrá verður í Hofi. Í Reykjanesbæ hefst hátíðardagskrá í Stapa klukkan 14 og á Selfossi hefst kröfuganga klukkan 11 frá Austurvegi 56 að Hótel Selfossi þar sem verður skemmtun í tilefni dagsins. Hátíðardagskrá er í fleiri bæjarfélögum víða um land en allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Alþýðusambandsins, asi.is.
Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent