Óþarfi að leyna niðurstöðunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2018 08:45 Frá fundi velferðarnefndar í gær. vísir/eyþór „Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent