Dansandi háskólanemar Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2018 10:00 Ingibjörg Ásta veit fátt skemmtilegra en að dansa og kemur tvíefld að námsbóknum eftir æfingu. Hér tekur hún sporið með Jack Threlfall Hartley. Vísir/eyþór „Ég er að ljúka BA-gráðu í ensku og er þessa dagana önnum kafin við að skrifa lokaritgerðina mína sem fjallar um Harry Potter. Ég gef mér þó tíma til að líta upp úr bókunum og tek stutt frí frá skriftum til að dansa með Háskóladansinum. Það heldur geðheilsunni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig,“ segir Ingibjörg Ásta Tómasdóttir glaðlega.Efla dans innan Háskólans Þegar Ingibjörg Ásta er spurð nánar út í Háskóladansinn kemur í ljós að um er að ræða félagsskap sem er starfræktur innan Háskóla Íslands og hefur verið um nokkurt skeið. Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskólasamfélagsins með því að bjóða upp á fjölbreytt dansnámskeið og einnig með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. „Háskóladansinn er hugsaður fyrir háskólanema en þeir sem eru enn í framhaldsskóla eða hafa aldrei farið í háskólanám eru auðvitað líka velkomnir. Þetta er ótrúlega gaman og algjört fjör. Við höfum lært að dansa hina ýmsu dansa, svo sem blús, boogie-woogie, capoeira, lindy hop, sving og rock’n’roll og West Coast Swing. Svo höfum við verið í samstarfi við Salsa Ísland og lært að dansa salsa hjá þeim,“ segir Ingibjörg Ásta brosandi. Innt eftir því hvort nauðsynlegt sé að hafa bakgrunn í dansi segir Ingibjörg Ásta það alls ekki nauðsynlegt. „Háskóladansinn er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei á ævinni dansað og þá sem hafa einhvern bakgrunn í dansi. Margir sem hafa enga reynslu af dansi hafa orðið alveg forfallnir dansarar og geta ekki hætt, þeim finnst svo gaman. Sjálf æfði ég samkvæmisdansa frá því ég var fjögurra ára og þar til ég varð þrettán ára. Ég varð því miður að hætta að æfa því ég hafði ekki neinn dansherra,“ greinir Ingibjörg Ásta frá. Hún hætti þó ekki alveg að dansa heldur tók dans í vali í grunn- og framhaldsskóla. „Svo hef ég alltaf dansað heima hjá mér, jafnvel bara við útvarpið. Öll fjölskyldan mín hefur verið í dansi og þegar ég frétti af Háskóladansinum vissi ég strax að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún.Dansinn auðgar andann.Vísir/ernirNemendur kenna dans Danskennslan byggist á jafningjafræðslu og segir Ingibjörg Ásta danskennarana ýmist vera nemendur við Háskólann eða fyrrverandi nemendur sem hafa náð góðum tökum á dansi. „Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félagsskapur sem heldur mér alveg gangandi. Margir erlendir skiptinemar sækja danskvöldin reglulega svo þetta er fjölbreyttur hópur,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að dansinn sé líka frábær líkamsrækt og góð leið til að halda sér í formi. „Mér finnst ekkert æðislegt að fara í ræktina en það er ótrúlega gaman að fara í dans. Við tökum alveg á því og fáum mikla útrás með því að dansa,“ segir hún. Spurð hvernig kynjahlutfallið sé segir Ingibjörg Ásta að óneitanlega væri gaman að fá fleiri stráka út á dansgólfið. „Oftast eru fleiri stelpur á dansnámskeiðunum en svo koma kvöld þar sem strákarnir eru í miklum meirihluta. En jú, við viljum endilega fá fleiri stráka í lið með okkur.“ Dansað í sumar Háskóladansinn heldur úti námskeiðum sem hefjast að hausti og vori og senn lýkur vornámskeiðinu þetta árið. Hvert námskeið tekur tíu vikur, að sögn Ingibjargar Ástu. „Við ætlum að halda áfram að dansa í sumar og verðum með danskvöld þrisvar í viku. Á þriðjudagskvöldum hittumst við á Hressó og dönsum West Coast Swing. Á miðvikudagskvöldum dönsum við lindy hop á Petersen svítunni í Gamla bíói og svo dönsum við sving og rock’n’roll á Sólon á sunnudagskvöldum. Stundum er byrjendakennsla áður en danskvöldin hefjast en um leið og maður hefur fengið góðan grunn getur maður í raun dansað hvað sem er,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/haskoladansinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Ég er að ljúka BA-gráðu í ensku og er þessa dagana önnum kafin við að skrifa lokaritgerðina mína sem fjallar um Harry Potter. Ég gef mér þó tíma til að líta upp úr bókunum og tek stutt frí frá skriftum til að dansa með Háskóladansinum. Það heldur geðheilsunni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig,“ segir Ingibjörg Ásta Tómasdóttir glaðlega.Efla dans innan Háskólans Þegar Ingibjörg Ásta er spurð nánar út í Háskóladansinn kemur í ljós að um er að ræða félagsskap sem er starfræktur innan Háskóla Íslands og hefur verið um nokkurt skeið. Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskólasamfélagsins með því að bjóða upp á fjölbreytt dansnámskeið og einnig með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. „Háskóladansinn er hugsaður fyrir háskólanema en þeir sem eru enn í framhaldsskóla eða hafa aldrei farið í háskólanám eru auðvitað líka velkomnir. Þetta er ótrúlega gaman og algjört fjör. Við höfum lært að dansa hina ýmsu dansa, svo sem blús, boogie-woogie, capoeira, lindy hop, sving og rock’n’roll og West Coast Swing. Svo höfum við verið í samstarfi við Salsa Ísland og lært að dansa salsa hjá þeim,“ segir Ingibjörg Ásta brosandi. Innt eftir því hvort nauðsynlegt sé að hafa bakgrunn í dansi segir Ingibjörg Ásta það alls ekki nauðsynlegt. „Háskóladansinn er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei á ævinni dansað og þá sem hafa einhvern bakgrunn í dansi. Margir sem hafa enga reynslu af dansi hafa orðið alveg forfallnir dansarar og geta ekki hætt, þeim finnst svo gaman. Sjálf æfði ég samkvæmisdansa frá því ég var fjögurra ára og þar til ég varð þrettán ára. Ég varð því miður að hætta að æfa því ég hafði ekki neinn dansherra,“ greinir Ingibjörg Ásta frá. Hún hætti þó ekki alveg að dansa heldur tók dans í vali í grunn- og framhaldsskóla. „Svo hef ég alltaf dansað heima hjá mér, jafnvel bara við útvarpið. Öll fjölskyldan mín hefur verið í dansi og þegar ég frétti af Háskóladansinum vissi ég strax að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún.Dansinn auðgar andann.Vísir/ernirNemendur kenna dans Danskennslan byggist á jafningjafræðslu og segir Ingibjörg Ásta danskennarana ýmist vera nemendur við Háskólann eða fyrrverandi nemendur sem hafa náð góðum tökum á dansi. „Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félagsskapur sem heldur mér alveg gangandi. Margir erlendir skiptinemar sækja danskvöldin reglulega svo þetta er fjölbreyttur hópur,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að dansinn sé líka frábær líkamsrækt og góð leið til að halda sér í formi. „Mér finnst ekkert æðislegt að fara í ræktina en það er ótrúlega gaman að fara í dans. Við tökum alveg á því og fáum mikla útrás með því að dansa,“ segir hún. Spurð hvernig kynjahlutfallið sé segir Ingibjörg Ásta að óneitanlega væri gaman að fá fleiri stráka út á dansgólfið. „Oftast eru fleiri stelpur á dansnámskeiðunum en svo koma kvöld þar sem strákarnir eru í miklum meirihluta. En jú, við viljum endilega fá fleiri stráka í lið með okkur.“ Dansað í sumar Háskóladansinn heldur úti námskeiðum sem hefjast að hausti og vori og senn lýkur vornámskeiðinu þetta árið. Hvert námskeið tekur tíu vikur, að sögn Ingibjargar Ástu. „Við ætlum að halda áfram að dansa í sumar og verðum með danskvöld þrisvar í viku. Á þriðjudagskvöldum hittumst við á Hressó og dönsum West Coast Swing. Á miðvikudagskvöldum dönsum við lindy hop á Petersen svítunni í Gamla bíói og svo dönsum við sving og rock’n’roll á Sólon á sunnudagskvöldum. Stundum er byrjendakennsla áður en danskvöldin hefjast en um leið og maður hefur fengið góðan grunn getur maður í raun dansað hvað sem er,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/haskoladansinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira