Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu sett á fót Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:17 Frá kynningarfundinum í dag. Stjórnarráðið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að auka til muna fjármuni til að efla og þróa heilsugæsluþjónustu um allt land. „Markmiðið er ekki síst að jafna aðgengi landsmanna að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum“ segir heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þróunarmiðstöðin muni leiða faglega þróun allar heilsugæsluþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem tryggir sjálfstæði miðstöðvarinnar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöðin starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 230 milljónir króna. Reiknað er með um 13 stöðugildum við miðstöðina, með áherslu á breiða fagþekkingu.Gæðavísar innleiddir Fyrirrennari Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar er Þróunarstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem starfrækt hefur verið innan stofnunarinnar frá árinu 2009. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu mun byggja á grunni hennar, en fær aukið sjálfstæði, víðtækara hlutverk og mun sem fyrr segir leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu, hvort sem hún er veitt af hinu opinbera eða einkarekin. Auk þess að stuðla að nýjungum og þróun þjónustuúrræða í samræmi við helstu áskoranir á sviði lýðheilsu mun Þróunarmiðstöðin annast innleiðingu gæðavísa, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Samræming og samhæfing þjónustu á landsvísu er eitt af meginmarkmiðunum með stofnun miðstöðvarinnar, þannig að betur megi tryggja jafnræði landsmanna og aðgang þeirra að sambærilegri heilsugæsluþjónustu, hvar sem fólk býr. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem í situr fulltrúi frá hverri heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ræður forstöðumann Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og veitir hann fagráðinu forystu.Ætlað að efla faglegan styrk í dreifðum byggðum Horft er til þess að með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar skapist stóraukin tækifæri fyrir fagfólk heilsugæslunnar um allt land, til virkrar þátttöku í gæða- og þróunarverkefnum sem torvelt hefur verið að sinna á minni stöðum. Þetta muni styrkja faglegt starf innan heilsugæslu á landsbyggðinni og einnig skapa aukin tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu milli stofnana og rekstrareininga. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð sem kveður á um starfsemi Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og verður hún birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að auka til muna fjármuni til að efla og þróa heilsugæsluþjónustu um allt land. „Markmiðið er ekki síst að jafna aðgengi landsmanna að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum“ segir heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þróunarmiðstöðin muni leiða faglega þróun allar heilsugæsluþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem tryggir sjálfstæði miðstöðvarinnar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöðin starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 230 milljónir króna. Reiknað er með um 13 stöðugildum við miðstöðina, með áherslu á breiða fagþekkingu.Gæðavísar innleiddir Fyrirrennari Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar er Þróunarstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem starfrækt hefur verið innan stofnunarinnar frá árinu 2009. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu mun byggja á grunni hennar, en fær aukið sjálfstæði, víðtækara hlutverk og mun sem fyrr segir leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu, hvort sem hún er veitt af hinu opinbera eða einkarekin. Auk þess að stuðla að nýjungum og þróun þjónustuúrræða í samræmi við helstu áskoranir á sviði lýðheilsu mun Þróunarmiðstöðin annast innleiðingu gæðavísa, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Samræming og samhæfing þjónustu á landsvísu er eitt af meginmarkmiðunum með stofnun miðstöðvarinnar, þannig að betur megi tryggja jafnræði landsmanna og aðgang þeirra að sambærilegri heilsugæsluþjónustu, hvar sem fólk býr. Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem í situr fulltrúi frá hverri heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ræður forstöðumann Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og veitir hann fagráðinu forystu.Ætlað að efla faglegan styrk í dreifðum byggðum Horft er til þess að með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar skapist stóraukin tækifæri fyrir fagfólk heilsugæslunnar um allt land, til virkrar þátttöku í gæða- og þróunarverkefnum sem torvelt hefur verið að sinna á minni stöðum. Þetta muni styrkja faglegt starf innan heilsugæslu á landsbyggðinni og einnig skapa aukin tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu milli stofnana og rekstrareininga. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð sem kveður á um starfsemi Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og verður hún birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum.
Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira