Gísli fór meiddur af velli eftir brotið enda fékk hann þungt höfuðhögg og meiddist þess utan illa á öxlinni. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sagði að þetta hefði verið rautt spjald og FH-ingar sögðu í yfirlýsingu að þetta hefði verið gróf líkamsárás.
„Þetta er bara 50/50 barátta um boltann. Þetta er slys sem gerist. Það er enginn ásetningur í einu né neinu. Andri er bara að berjast um boltann. Ég hélt reyndar að hann yrði á undan í boltann,“ sagði Arnar.
Sjá má viðtal við þjálfara ÍBV hér að neðan.