Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 18:51 Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson Mynd/smaine de la critique Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna sem veitt eru af samtökum handritshöfunda og tónskálda fyrir myndina á Critic's Week í Cannes í dag. Myndin var heimsfrumsýnd þar þann 12. maí. Samkvæmt frétt frá Kvikmyndamiðstöð Íslands er dómnefndin skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem eru í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5.000 evrur í verðlaun. Benedikt var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes hátíðinni og önnur kvikmyndin sem sýnd er á Critic’s Week.Mynd/Kvikmyndamiðstöð ÍslandsMyndin segir frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg? Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Myndin er spennutryllir og verður frumsýnd hér á landi í 22. október á þessu ári. Cannes Menning Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Konar fer í stríð, hefur verið valin til að taka þátt í Critics' Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 30. apríl 2018 10:45 Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna sem veitt eru af samtökum handritshöfunda og tónskálda fyrir myndina á Critic's Week í Cannes í dag. Myndin var heimsfrumsýnd þar þann 12. maí. Samkvæmt frétt frá Kvikmyndamiðstöð Íslands er dómnefndin skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem eru í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5.000 evrur í verðlaun. Benedikt var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes hátíðinni og önnur kvikmyndin sem sýnd er á Critic’s Week.Mynd/Kvikmyndamiðstöð ÍslandsMyndin segir frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg? Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Myndin er spennutryllir og verður frumsýnd hér á landi í 22. október á þessu ári.
Cannes Menning Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Konar fer í stríð, hefur verið valin til að taka þátt í Critics' Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 30. apríl 2018 10:45 Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Konar fer í stríð, hefur verið valin til að taka þátt í Critics' Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 30. apríl 2018 10:45
Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27