Hugmyndir um úrbætur í samgöngumálum Reykjavíkur Ólafur Kristófersson skrifar 16. maí 2018 18:05 Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar