Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 20:30 Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist Elliði Vignisson ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Skjáskot/Stöð 2 Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30