Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 20:30 Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist Elliði Vignisson ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Skjáskot/Stöð 2 Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30