Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 22:30 Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“ Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“
Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00
Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51