Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 15:03 Skrípal er sagður hafa veitt erlendum ríkjum innsýn í störf rússnesku leyniþjónustunnar síðustu árin. Vísir/AFP Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013. Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013.
Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00