Susanna Marie Cork, sem er betur þekkt undir nafninu, SuRie hélt þó ótrauð áfram með atriði sitt og virtist ekki láta þetta á sig fá. Bretinn fékk boð um að flytja lagið aftur undir lok kvöldsins en en afþakkaði boðið og sagðist vera stolt af flutningi sínum.
Söngkonan tjáir sig um málið í morgunþættinum This Morning á ITV í morgun og segist hún vera með áverka eftir atvikið.
Maðurinn sem um ræðir er Breti og kallar sig Dr ACactivism. Hann hefur áður komið við sögu í breskum miðlum þegar hann truflaði sjónvarpsmanninn Dermot O'Leary á bresku tónlistarverðlaununum.