Ísland í lykilhlutverki í Alzheimertilraun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Heilafrumur með útfellingar eru til hægri. Þetta fyrirbæri er eitt af megineinkennum Alzheimer. Vísir/Getty Tvö hundruð Íslendingar sem eru með auknar líkur á Alzheimer munu á næstu fimm árum taka þátt í umfangsmikilli lyfjatilraun ásamt 1.800 öðrum einstaklingum á 135 stöðum vítt og breitt um heiminn. Rannsóknin mun skera úr um það hvort nýtt og byltingarkennt lyf geti hægt á fram- þróun sjúkdómsins og jafnvel komið í veg fyrir hann. Lyfjatilraunin, sem kölluð hefur verið Kynslóðarannsóknin, því arfgerðin er forsenda þátttöku, á sér langan aðdraganda og tekur til lyfsins CNP520. Hún er þriðja stigs lyfjarannsókn og undanfari markaðssetningar reynist lyfið árangursríkt. Miklar vonir eru bundnar við lyfið en það hindrar efnaferli í heilanum sem leiðir til Alzheimer. Því hefur verið haldið fram að í 111 ára sögu Alzheimersjúkdómsins hafi vísindamenn aldrei verið jafn nálægt því að þróa lækningu og nú, þó svo að lyfið gagnist aðeins þeim sem eru með arfgerðina. „Ég held að það sé mikið til í því,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hér á landi. „Menn vilja sjá það að lyfið komi í veg fyrir sjúkdóminn.“ Samhliða hækkandi meðalaldri og bættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Talið er að í kringum 30 til 40 milljónir manna séu með Alzheimer í heiminum. Þessi tiltekna arfgerð, sem byggir á genafrávikinu APOE4, er til staðar í um 50 prósent allra Alzheimertilfella. Arfgerðin er einkar algeng á norræum slóðum þar sem 15 til 20 prósent einstaklinga eru með hana.Lyfjameðferð hafin Kynslóðarannsóknin er tvíbllind lyfjarannsókn þar sem stuðst er við samanburðarhóp sem fær lyfleysu. Hvorki þeir sem sjá um framkvæmd rannsóknarinnar né þátttakendur í henni vita hver fær lyfleysu. Hér á landi er einstaklingum sem hafa tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og eru á aldrinum 60 til 75 ára boðið að taka þátt. Lyfjameðferð er þegar hafin hjá nokkrum þátttakendum. Forsenda fyrir þátttöku er jafnframt það að viðkomandi sé ekki farinn að sýna einkenni Alzheimer. Þannig er um þröngan hóp mögulegra þátttakenda ræða. Um leið er þetta ástæðan fyrir því að 10 prósent þátttakenda í rannsókninni eru á Íslandi.„Það er ákveðin sérstaða hér í ljósi þeirra miklu erfðafræðilegu rannsókna sem hér hafa verið gerðar. Þess vegna erum við langstærsta setrið í rannsókninni. Tvö hundruð manns taka þátt hér. Næststærsta setrið er með tuttugu þátttakendur.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnun áætlar að árið 2050 muni heildarfjöldi einstaklinga með vitglöp nema 130 milljónum. Manneskja þróar með sér einkenni vitglapa á þriggja sekúndna fresti. Dauðsföll af völdum Alzheimers hafa jafnframt aukist mikið, þar á meðal á Íslandi, úr 12 árið 2006 í 172 árið 2016. Alzheimer og tengdir minnissjúkdómar eru gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi heimsins og mun nema yfir þúsund milljörðum Bandaríkjadala um miðja öld.Þrautaganga vísindamanna Alzheimer hefur reynst erfiður viðureignar og á undanförnum áratugum hafa læknar og vísindamenn fetað sig hægt eftir hlykkjóttri leið í átt að viðeigandi meðferð. Lyfjameðferðir við Alzheimer eru ekki áhrifaríkar í dag og slá aðeins á einkenni en ekki á þá ferla sem búa að baki sjúkdóminum. Eftir árangursríkar rannsóknir og lyfjaprófanir á síðasta áratug síðustu aldar hafa fyrstu ár 21. aldarinnar einkennst af vonbrigðum. Nánast allar lyfjaprófanir hafa skilað neikvæðum niðurstöðum. „Okkur finnst hart að 98 prósent [rannsókna] hafi ekki gengið eftir,“ segir Jón. „Það er fjandi hátt hlutfall.“ Lykilatriði í því að bæta úr þessu er að ráðast fyrr að vandanum. Að nálgast þá sem eru í áhættuhópi en ekki farnir að sýna einkenni. Af þessum sökum þykir Kynslóðarannsóknin spennandi verkefni. Lyfjarisarnir Amgen og Novartis tóku höndum saman árið 2015 um þróun og prófun CNP520. Lyfið byggir á þeirri tilgátu að hægt sé að koma í veg fyrir myndum útfellinga í mannsheilanum, sem einkennandi eru fyrir Alzheimer, með því að hindra upphafspunkt þess ferlis sem leiðir til myndunar útfellinganna.Lyfjamörkin staðfest á Íslandi Upphafspunkturinn á sér stað þegar prótínið APP, sem liggur í gegnum frumuvegg heilafrumna, er skorið í sundur af svoköllum BACE-ensímum . Það sem situr eftir eru stuttar keðjur af einliða kjarnsýrum sem kallast beta-amyloid. Þessir stuttu þræðir safnast saman og mynda á endanum skellur í heilanum. Þetta er talið upphafið á rýrnun á taugafrumum Alzheimersjúklingsins. Heili þeirra sem deyja sökum Alzheimers er fjórðungi léttari en hann ætti að vera. Amgen klónaði BACE árið 1999 en fyrirtækið sýndi samstarfi við Novartis meiri áhuga eftir að Íslensk erfðagreining staðfesti í gegnum erfðarannsóknir sínar árið 2012 að BACE gegndi lykilhlutverki í þróun Alzheimer. Jón bendir á að Kynslóðarannsóknin muni skera úr um það hvort vísindasamfélagið sé á réttri braut í baráttunni við Alzheimersjúkdóminn: „Ég held að þessi rannsókn muni algjörlega kveða upp úr um það hvort þessi tilgáta sé yfir höfuð rétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Tvö hundruð Íslendingar sem eru með auknar líkur á Alzheimer munu á næstu fimm árum taka þátt í umfangsmikilli lyfjatilraun ásamt 1.800 öðrum einstaklingum á 135 stöðum vítt og breitt um heiminn. Rannsóknin mun skera úr um það hvort nýtt og byltingarkennt lyf geti hægt á fram- þróun sjúkdómsins og jafnvel komið í veg fyrir hann. Lyfjatilraunin, sem kölluð hefur verið Kynslóðarannsóknin, því arfgerðin er forsenda þátttöku, á sér langan aðdraganda og tekur til lyfsins CNP520. Hún er þriðja stigs lyfjarannsókn og undanfari markaðssetningar reynist lyfið árangursríkt. Miklar vonir eru bundnar við lyfið en það hindrar efnaferli í heilanum sem leiðir til Alzheimer. Því hefur verið haldið fram að í 111 ára sögu Alzheimersjúkdómsins hafi vísindamenn aldrei verið jafn nálægt því að þróa lækningu og nú, þó svo að lyfið gagnist aðeins þeim sem eru með arfgerðina. „Ég held að það sé mikið til í því,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hér á landi. „Menn vilja sjá það að lyfið komi í veg fyrir sjúkdóminn.“ Samhliða hækkandi meðalaldri og bættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Talið er að í kringum 30 til 40 milljónir manna séu með Alzheimer í heiminum. Þessi tiltekna arfgerð, sem byggir á genafrávikinu APOE4, er til staðar í um 50 prósent allra Alzheimertilfella. Arfgerðin er einkar algeng á norræum slóðum þar sem 15 til 20 prósent einstaklinga eru með hana.Lyfjameðferð hafin Kynslóðarannsóknin er tvíbllind lyfjarannsókn þar sem stuðst er við samanburðarhóp sem fær lyfleysu. Hvorki þeir sem sjá um framkvæmd rannsóknarinnar né þátttakendur í henni vita hver fær lyfleysu. Hér á landi er einstaklingum sem hafa tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og eru á aldrinum 60 til 75 ára boðið að taka þátt. Lyfjameðferð er þegar hafin hjá nokkrum þátttakendum. Forsenda fyrir þátttöku er jafnframt það að viðkomandi sé ekki farinn að sýna einkenni Alzheimer. Þannig er um þröngan hóp mögulegra þátttakenda ræða. Um leið er þetta ástæðan fyrir því að 10 prósent þátttakenda í rannsókninni eru á Íslandi.„Það er ákveðin sérstaða hér í ljósi þeirra miklu erfðafræðilegu rannsókna sem hér hafa verið gerðar. Þess vegna erum við langstærsta setrið í rannsókninni. Tvö hundruð manns taka þátt hér. Næststærsta setrið er með tuttugu þátttakendur.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnun áætlar að árið 2050 muni heildarfjöldi einstaklinga með vitglöp nema 130 milljónum. Manneskja þróar með sér einkenni vitglapa á þriggja sekúndna fresti. Dauðsföll af völdum Alzheimers hafa jafnframt aukist mikið, þar á meðal á Íslandi, úr 12 árið 2006 í 172 árið 2016. Alzheimer og tengdir minnissjúkdómar eru gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi heimsins og mun nema yfir þúsund milljörðum Bandaríkjadala um miðja öld.Þrautaganga vísindamanna Alzheimer hefur reynst erfiður viðureignar og á undanförnum áratugum hafa læknar og vísindamenn fetað sig hægt eftir hlykkjóttri leið í átt að viðeigandi meðferð. Lyfjameðferðir við Alzheimer eru ekki áhrifaríkar í dag og slá aðeins á einkenni en ekki á þá ferla sem búa að baki sjúkdóminum. Eftir árangursríkar rannsóknir og lyfjaprófanir á síðasta áratug síðustu aldar hafa fyrstu ár 21. aldarinnar einkennst af vonbrigðum. Nánast allar lyfjaprófanir hafa skilað neikvæðum niðurstöðum. „Okkur finnst hart að 98 prósent [rannsókna] hafi ekki gengið eftir,“ segir Jón. „Það er fjandi hátt hlutfall.“ Lykilatriði í því að bæta úr þessu er að ráðast fyrr að vandanum. Að nálgast þá sem eru í áhættuhópi en ekki farnir að sýna einkenni. Af þessum sökum þykir Kynslóðarannsóknin spennandi verkefni. Lyfjarisarnir Amgen og Novartis tóku höndum saman árið 2015 um þróun og prófun CNP520. Lyfið byggir á þeirri tilgátu að hægt sé að koma í veg fyrir myndum útfellinga í mannsheilanum, sem einkennandi eru fyrir Alzheimer, með því að hindra upphafspunkt þess ferlis sem leiðir til myndunar útfellinganna.Lyfjamörkin staðfest á Íslandi Upphafspunkturinn á sér stað þegar prótínið APP, sem liggur í gegnum frumuvegg heilafrumna, er skorið í sundur af svoköllum BACE-ensímum . Það sem situr eftir eru stuttar keðjur af einliða kjarnsýrum sem kallast beta-amyloid. Þessir stuttu þræðir safnast saman og mynda á endanum skellur í heilanum. Þetta er talið upphafið á rýrnun á taugafrumum Alzheimersjúklingsins. Heili þeirra sem deyja sökum Alzheimers er fjórðungi léttari en hann ætti að vera. Amgen klónaði BACE árið 1999 en fyrirtækið sýndi samstarfi við Novartis meiri áhuga eftir að Íslensk erfðagreining staðfesti í gegnum erfðarannsóknir sínar árið 2012 að BACE gegndi lykilhlutverki í þróun Alzheimer. Jón bendir á að Kynslóðarannsóknin muni skera úr um það hvort vísindasamfélagið sé á réttri braut í baráttunni við Alzheimersjúkdóminn: „Ég held að þessi rannsókn muni algjörlega kveða upp úr um það hvort þessi tilgáta sé yfir höfuð rétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira