Samkeppni á jafnréttisgrundvelli Margrét Gísladóttir skrifar 12. maí 2018 10:19 Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun