Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/Veðurstofa Íslands Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira