Besti maður Nígeríu í gær fékk hrísgrjónapoka og mótorhjól í verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 09:30 William Ekong. Samsett mynd Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira