Hlynur stendur í vegi fyrir nýrri skólplögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Nágrannaerjur í miðborginni. Vísir/GVA „Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
„Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira