Skanna tvær milljónir mynda The Telegraph Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Myndasafnið frá The Telegraph fyllti heilan 40 feta gám. Á skrifstofunni hjá Arnaldi og félögum er allt morandi í myndum. Vísir/Sigtryggur Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira