NBC skoðar byssuást Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 14:08 Flestar byssur í eigu Íslendinga á Íslandi eru ætlaðar til veiða. Vísir/Vilhelm „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
„Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira