Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 12:30 Marinó fer yfir það hvernig d'Hondt-reiknireglan virkar en Eyþór Arnalds og Sjálfstæðismenn um land allt högnuðust verulega á henni. „Samkvæmt mínum útreikningum hagnaðist D-listinn um 9 sæti vegna d'Hondt reglunnar, þar af fékk flokkurinn tvö sæti umfram fylgi í Hafnarfirði. Á móti misstu M, P og V af 9 fulltrúum,“ skrifar Marinó G. Njálsson talnafræðingur á Facebooksíðu sína. Hlutfall atkvæða ekki í samræmi við fjölda fulltrúaMarínó hefur lagst yfir niðurstöður kosningaúrslitanna að teknu tilliti til þess hversu marga fulltrúa flokkarnir fengu og hvaða áhrif d'Hondt-reiknireglan hefur í því samhengi. Í ljós kemur að í 15 sveitarfélögum af þeim 36 sem Marinó skoðaði, færir d'Hondt reiknireglan, sem notuð er við úthlutun aðalmanna í sveitarstjórnum, flokkum aðra fulltrúatölu en hlutfall atkvæða flokkanna segir til um. „Í einhverjum tilfella leiðir þetta til þess að flokkur fær meirihluta í sveitarstjórn án þess að vera með meirihluta atkvæða. Í öðrum tilfellum fá stórir flokkar fleiri fulltrúa, en þeir ættu að fá, réði beint hlutfall atkvæða,“ skrifar Marinó. Reglan ranglát Á Íslandi er stuðst við d'Hondt-regluna við útreikninga á úrslitum kosninga og þá úthlutun þingsæta. Við hana er einnig stuðst í sveitarstjórnarkosningum. Hún var notuð frá 1959 til 1987 við úthlutun kjördæmasæta og við úthlutun jöfnunarsæta. Hún var svo tekin upp aftur. Í 107. grein kosningalaga er kveðið á um regluna: „Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.“ Ólafur Þ. Harðarson er meðal þeirra sem bent hefur á galla reiknilíkansins sem lagt er til grundvallar því hvernig sætum er úthluta til flokkanna. Því fer fjarri að þar sé samræmi á, milli fjölda sæta og hlutfalls atkvæða.visir/gva Marinó segir það sína skoðun að d'Hondt reglan hafi runnið sitt skeið á enda. „Hún var tekin upp, þegar 4-6 flokkar buðu að jafnaði fram til Alþingis. Jafnvel þá, var hún ekki betri en svo, að sauma þurfti við hana jöfnunarþingsætum til að leiðrétta skekkjurnar sem reglan skapar. Í sveitarstjórnarkosningu eru engin jöfnunarsæti og því er rangt að beita reglunni.“ Þeir sem fengu að kenna á d'Hondt-reglunniMarinó fer síðan nánar í saumana á það hvernig reglan virkar í raun: Árborg: D-listi fékk sæti á kostnað V-lista Borgarbyggð: B-listi fékk sæti á kostnað D-lista Fjarðarbyggð: L-listi fékk sæti á kostnað M-lista Fljótsdalshérað: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Garðabær: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Grímsnes- og Grafningshreppur: E-listi fékk sæti á kostnað G-lista Grindavík: D-listi fékk sæti á kostnað G-lista Hafnarfjörður: D-listi fékk 2 sæti á kostnað P- og V-lista Kópavogur: C- og D-listar fengu sæti á kostnað M- og V-lista Mosfellsbær: D-listi fékk sæti á kostnað Í-lista Reykjanesbær: S-listi fékk sæti á kostnað P-lista Reykjavík: D- og S-listar fengu sæti á kostnað B- og J-lista Seltjarnarnes: D-listi fékk sæti á kostnað F-lista Stykkishólmur: H-listi fékk sæti á kostnað L-lista Vestmannaeyjar: H-listi fékk sæti á kostnað E-lista d'Hondt reglan hyglar stærri flokkum Gunnar Smári Egilsson í Sósíalistaflokknum er meðal þeirra sem vekur athygli á útreikningum Marinós enda telur hann sinn flokk hafa verið hlunnfarinn um einn fulltrúa í borginni. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur leggur orð í belg á Facebooksíðu Gunnars Smára þar sem þetta er til umræðu og segir: „Má ég benda þér á grein sem við Indriði H. Indriðaon skrifuðum í Stjórnmál og stjórnsýslu 2007? Hún fjallar ma. um það hvernig d'Hondt reglan hefur hyglað stórum flokkum í sveitarstjórnarkosningum í áratugi og hvernig St.Lagüe hefði virkað öðruvísi.“ Atkvæðahlutfall segir ekki alla söguna um skiptingu fulltrúa Í grein þeirra Ólafs og Indriða, sem er frá árinu 2005, segir að reglan hafi þann eiginleika að hún er hagstæð stórum flokkum, einkum þegar fjöldi fulltrúa er lítill. Reglan felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers flokks með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. – og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa, jafnmarga og kjósa á.“ Þeir Ólafur og Indriði telja sig hafa sýnt fram á, í grein sinni, að því fari fjarri að atkvæðahlutfall flokka í kosningum eitt og sér segi alla söguna um skiptingu fulltrúanna. Kosningar 2018 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
„Samkvæmt mínum útreikningum hagnaðist D-listinn um 9 sæti vegna d'Hondt reglunnar, þar af fékk flokkurinn tvö sæti umfram fylgi í Hafnarfirði. Á móti misstu M, P og V af 9 fulltrúum,“ skrifar Marinó G. Njálsson talnafræðingur á Facebooksíðu sína. Hlutfall atkvæða ekki í samræmi við fjölda fulltrúaMarínó hefur lagst yfir niðurstöður kosningaúrslitanna að teknu tilliti til þess hversu marga fulltrúa flokkarnir fengu og hvaða áhrif d'Hondt-reiknireglan hefur í því samhengi. Í ljós kemur að í 15 sveitarfélögum af þeim 36 sem Marinó skoðaði, færir d'Hondt reiknireglan, sem notuð er við úthlutun aðalmanna í sveitarstjórnum, flokkum aðra fulltrúatölu en hlutfall atkvæða flokkanna segir til um. „Í einhverjum tilfella leiðir þetta til þess að flokkur fær meirihluta í sveitarstjórn án þess að vera með meirihluta atkvæða. Í öðrum tilfellum fá stórir flokkar fleiri fulltrúa, en þeir ættu að fá, réði beint hlutfall atkvæða,“ skrifar Marinó. Reglan ranglát Á Íslandi er stuðst við d'Hondt-regluna við útreikninga á úrslitum kosninga og þá úthlutun þingsæta. Við hana er einnig stuðst í sveitarstjórnarkosningum. Hún var notuð frá 1959 til 1987 við úthlutun kjördæmasæta og við úthlutun jöfnunarsæta. Hún var svo tekin upp aftur. Í 107. grein kosningalaga er kveðið á um regluna: „Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.“ Ólafur Þ. Harðarson er meðal þeirra sem bent hefur á galla reiknilíkansins sem lagt er til grundvallar því hvernig sætum er úthluta til flokkanna. Því fer fjarri að þar sé samræmi á, milli fjölda sæta og hlutfalls atkvæða.visir/gva Marinó segir það sína skoðun að d'Hondt reglan hafi runnið sitt skeið á enda. „Hún var tekin upp, þegar 4-6 flokkar buðu að jafnaði fram til Alþingis. Jafnvel þá, var hún ekki betri en svo, að sauma þurfti við hana jöfnunarþingsætum til að leiðrétta skekkjurnar sem reglan skapar. Í sveitarstjórnarkosningu eru engin jöfnunarsæti og því er rangt að beita reglunni.“ Þeir sem fengu að kenna á d'Hondt-reglunniMarinó fer síðan nánar í saumana á það hvernig reglan virkar í raun: Árborg: D-listi fékk sæti á kostnað V-lista Borgarbyggð: B-listi fékk sæti á kostnað D-lista Fjarðarbyggð: L-listi fékk sæti á kostnað M-lista Fljótsdalshérað: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Garðabær: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Grímsnes- og Grafningshreppur: E-listi fékk sæti á kostnað G-lista Grindavík: D-listi fékk sæti á kostnað G-lista Hafnarfjörður: D-listi fékk 2 sæti á kostnað P- og V-lista Kópavogur: C- og D-listar fengu sæti á kostnað M- og V-lista Mosfellsbær: D-listi fékk sæti á kostnað Í-lista Reykjanesbær: S-listi fékk sæti á kostnað P-lista Reykjavík: D- og S-listar fengu sæti á kostnað B- og J-lista Seltjarnarnes: D-listi fékk sæti á kostnað F-lista Stykkishólmur: H-listi fékk sæti á kostnað L-lista Vestmannaeyjar: H-listi fékk sæti á kostnað E-lista d'Hondt reglan hyglar stærri flokkum Gunnar Smári Egilsson í Sósíalistaflokknum er meðal þeirra sem vekur athygli á útreikningum Marinós enda telur hann sinn flokk hafa verið hlunnfarinn um einn fulltrúa í borginni. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur leggur orð í belg á Facebooksíðu Gunnars Smára þar sem þetta er til umræðu og segir: „Má ég benda þér á grein sem við Indriði H. Indriðaon skrifuðum í Stjórnmál og stjórnsýslu 2007? Hún fjallar ma. um það hvernig d'Hondt reglan hefur hyglað stórum flokkum í sveitarstjórnarkosningum í áratugi og hvernig St.Lagüe hefði virkað öðruvísi.“ Atkvæðahlutfall segir ekki alla söguna um skiptingu fulltrúa Í grein þeirra Ólafs og Indriða, sem er frá árinu 2005, segir að reglan hafi þann eiginleika að hún er hagstæð stórum flokkum, einkum þegar fjöldi fulltrúa er lítill. Reglan felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers flokks með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. – og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa, jafnmarga og kjósa á.“ Þeir Ólafur og Indriði telja sig hafa sýnt fram á, í grein sinni, að því fari fjarri að atkvæðahlutfall flokka í kosningum eitt og sér segi alla söguna um skiptingu fulltrúanna.
Kosningar 2018 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39