Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 16:08 Hér má sjá Boga Ágústsson óska eftir tölum frá Birni Davíðssyni í kosningasjónvarpinu. Skjáskot RÚV „Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28