Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 14:15 Ólafur Stefánsson í leik með Magdeburg. vísir/getty „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira