Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra Aðalheiður Ámundadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 26. maí 2018 06:00 Avner og Yair Netanyahu sjást hér með föður sínum Benjamin í Jerúsalem árið 2013. Bræðranna er vel gætt. Vísir/epa Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45