Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Sighvatur skrifar 26. maí 2018 08:30 Reglugerðinni er ætlað að styrkja réttindi einstaklinga í stafrænum heimi. Vísir/ernir Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34