Mætum og kjósum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun