Hundahald í Reykjavík Sif Jónsdóttir og Anna Dís Arnardóttir skrifar 25. maí 2018 19:06 Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun