Áskoranir í persónuvernd– er þitt sveitarfélag tilbúið? Telma Halldórsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar