Engir betri Píratar en Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar