Íbúalýðræði – þátttökulýðræði Birgir Jóhannsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar