Sjálfbær hverfi og framtíð úthverfanna Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. maí 2018 12:04 Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun