Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 08:00 Haukur Helgi í leik með Cholet vísir/getty Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira