Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2018 21:46 Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun