Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:00 Vísir/Vilhelm Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins. Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins.
Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira