Vinstrimenn kaupa villu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun