Hvernig framtíðarborg viltu sjá? Þór Elís Pálsson skrifar 20. maí 2018 16:38 „Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar