Allt á öðrum endanum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 19:00 Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49