Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Þau eru mörg, kviksyndin á netinu. vísir/AFP Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira