Sósíalistar ala á sundrungu Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 30. maí 2018 14:07 Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun