Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Salvör Nordal, umboðsmaður barna Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent