200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 8. júní 2018 06:00 Mikil verðmæti verða til sýnis á NORDIA safnarasýningunni. Vísir/Anton Biblíubréfið mun vera verðmætasti hluturinn á NORDIA 2018 sýningunni sem fram fer í TM Höllinni í Garðabæ um helgina en það er metið á um 200 milljónir króna. „Sagan segir að bréfið hafi fundist í Biblíu. Utan á því eru fyrstu íslensku þjónustuskildingamerkin sem er Ísland og svo talan 1876,“ segir Gísli Geir Harðarson, framkvæmdastjóri NORDIA og formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Aðspurður hvort hann viti hvað standi í bréfinu svarar Gísli Geir því neitandi. „Það hefur örugglega einhver opnað þetta bréf. En mér finnst líklegt að þetta sé bréf frá embættismanni. Þeir fengu sérfrímerki á þessum tíma og sést það á bréfinu. Það er ólíklegt að bréfið hafi verið eitthvað persónulegt,“ segir hann.Biblíubréfið mikla. Öryggisgæsla verður í hávegum höfð.Auk bréfsins verða frímerki, seðlar og mynt fyrir tvo milljarða króna til sýnis auk fjölmargra verðmætra gripa sem ekki verða metnir til fjár. Sýningargripir koma víða að, alla leið frá Rússlandi og Nýja-Sjálandi en þetta er þó í grunninn norræn sýning og fullveldissýning. Vegna þeirra miklu verðmæta sem eru í húfi verður sérstök og öflug öryggisgæsla á sýningarstað alla helgina. „Það verður öllu tjaldið til í öryggisgæslu allan sólarhringinn,“ segir Gísli Geir. Stærsti hluti sýningarinnar lýtur að frímerkjum en matsverð íslenskra seðla og myntar á svokölluðum fullveldishluta sýningarinnar er um 200 milljónir króna, enda margir fágætir og verðmætir seðlar. „Við höfum alltaf fengið góða aðsókn að sýningunni og ég veit að Norðurlandaþjóðir öfunda okkur af því hvað þessar samkomur eru vel sóttar,“ segir Gísli Geir. Ókeypis aðgangur er að sýningunni og verður opið á föstudag klukkan 14-18, laugardag 10-17 og sunnudag 10-16. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Biblíubréfið mun vera verðmætasti hluturinn á NORDIA 2018 sýningunni sem fram fer í TM Höllinni í Garðabæ um helgina en það er metið á um 200 milljónir króna. „Sagan segir að bréfið hafi fundist í Biblíu. Utan á því eru fyrstu íslensku þjónustuskildingamerkin sem er Ísland og svo talan 1876,“ segir Gísli Geir Harðarson, framkvæmdastjóri NORDIA og formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Aðspurður hvort hann viti hvað standi í bréfinu svarar Gísli Geir því neitandi. „Það hefur örugglega einhver opnað þetta bréf. En mér finnst líklegt að þetta sé bréf frá embættismanni. Þeir fengu sérfrímerki á þessum tíma og sést það á bréfinu. Það er ólíklegt að bréfið hafi verið eitthvað persónulegt,“ segir hann.Biblíubréfið mikla. Öryggisgæsla verður í hávegum höfð.Auk bréfsins verða frímerki, seðlar og mynt fyrir tvo milljarða króna til sýnis auk fjölmargra verðmætra gripa sem ekki verða metnir til fjár. Sýningargripir koma víða að, alla leið frá Rússlandi og Nýja-Sjálandi en þetta er þó í grunninn norræn sýning og fullveldissýning. Vegna þeirra miklu verðmæta sem eru í húfi verður sérstök og öflug öryggisgæsla á sýningarstað alla helgina. „Það verður öllu tjaldið til í öryggisgæslu allan sólarhringinn,“ segir Gísli Geir. Stærsti hluti sýningarinnar lýtur að frímerkjum en matsverð íslenskra seðla og myntar á svokölluðum fullveldishluta sýningarinnar er um 200 milljónir króna, enda margir fágætir og verðmætir seðlar. „Við höfum alltaf fengið góða aðsókn að sýningunni og ég veit að Norðurlandaþjóðir öfunda okkur af því hvað þessar samkomur eru vel sóttar,“ segir Gísli Geir. Ókeypis aðgangur er að sýningunni og verður opið á föstudag klukkan 14-18, laugardag 10-17 og sunnudag 10-16.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira