Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira