Segir dóm Hæstaréttar óskiljanlegan og gríðarleg vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 20:40 Adolf Ingi Erlingsson er eins og gefur að skilja ósáttur við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Vísir/Ernir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00
Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47