Mikil ólga innan grasrótar VG Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust. Vísir/Laufey Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00