Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 18:39 Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður sveitarstjóri. vísir/stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“ Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“
Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45
Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46